top of page
Writer's pictureArnar Pétursson

Erum við orðin of sein?

Núna mætti alveg segja að hlaupasumarið er komið á seinni helminginn. Veðrið er reyndar búið að vera þannig að kannski er það orðum ofaukið að tala um sumar. Látum það liggja milli hluta. Mörg okkar hafa nú þegar náð góðum árangri en svo eru aðrir hlauparar sem eru kannski ekki komnir almennilega af stað. Þess vegna hef ég fengið reglulega spurningar um hvort það sé orðið of seint að nýta hlaupasu...tímabilið.

Réttur undirbúningur

Núna eru um fimm vikur í það hlaup sem hvað flestir hlauparar taka þátt í en það er Reykjavíkumaraþonið. Þetta er líka það hlaup sem er algengast að fólk mætir í með ekki nægilega góðum undirbúningi. Það er auðvitað í góðu lagi og bara frábært að mæta en upplifunin verður þeim mun betri og heilsusamlegri eftir því sem líkaminn er meira tilbúinn í hlaupið.


Þegar æft er fyrir maraþon viljum við helst hafa fjóra til sex mánuði í undirbúning til að allt gangi upp en fyrir styttri hlaup er hægt að gera ótrúlega hluti á fjórum til sex vikum. Það er ekki fyrr en um tveimur vikum fyrir hlaup þar sem lítið er hægt að gera. Þetta er samt ennþá sá tími sem ég fæ hvað flestar fyrirspurnir.


"Sæll Arnar, nú hef ég ekkert æft í allt sumar en er að hlaupa hálft maraþon eftir tvær vikur, hvað ætti ég að gera?"


Því miður er þarna lítið hægt að gera fyrir formið annað en að gera ekki of mikið. Best er bara að skokka í 15-30 mín annan hvern dag og svo undirbúa sig svo andlega undir mikil erfiði. Alls ekki prófa að hlaupa 15 km helgina fyrir hlaup bara til að sjá hvort við komumst ekki örugglega alla leið.



Nýtum tímann

Það eru fleiri hlaup í sumar en bara Reykjavíkurmaraþonið eins og Hleðsluhlaupið fimmtudaginn eftir Reykjavíkurmaraþonið og alveg fram eftir september og í þangað til í lok október þegar það er hálft og heilt maraþon í Haustþoninu. Þess vegna er alls ekki of seint að byrja að æfa núna. Kannski færa sig úr hálfu í 10 km ef æfingar hafa ekki verið upp á marga fiska í sumar og halda svo áfram að tikka inn æfingar.


Alls ekki bara hlaupa til að bæta sig heldur nota sumarið til að koma hreyfingunni inn í rútínuna.



Comments


bottom of page