Bakkið er fáránlega góð æfing fyrir vöðvajafnvægi líkamans og getur klárlega hjálpað til við að minnka líkurnar á meiðslum.
Ég fór í áhugavert viðtal hjá Reykjavík Síðdegis eftir að þau urðu vör við fleira og fleira fólk vera að bakka í ræktinni en það er hægt að hlusta á það hérna fyrir ofan.
Svo var eiginlega ennþá áhugaverðara og töluvert fyndnara innslag tekið upp fyrir Fréttir Stöðvar 2 og já ég held það sé bara best að horfa.
Ég ætla að halda áfram að mæla hiklaust með bakki en kannski sleppa því að taka of mikið af bakkkeppnum...
Comments